Fréttir

Rugludagur

Síðastliðin föstudag var ákveðið að brjóta upp hefðbundið skólastarf með því að hafa svokallaðan Rugludag. Það voru ansi ruglaðir nemendur og kennarar sem mættu til starfa á föstudagsmorgun. Fólk klæddist fötum sem það alla jafna gerir ekki og sýndu hegðun sem í alla staði þykir svolítið óvanaleg.

Fyrstu tveir tímarnir voru samkvæmt stundaskrá en svo tók mikið rugl við. Kennarar drógu miða um hvaða bekkjum þeir ættu að kenna og hvaða fög. Það er óhætt að segja að ekkert var eins og það átti að vera. Meir að segja mötuneytistarfsmenn virtust hafa dottið á höfðið þar sem grjónagrauturinn var grænn.

Þetta var skemmtilegur dagur og vonandi að allir hafi skemmt sér vel, eins og sjá má af myndunum.

.78107709_442141290019137_9012890125062897664_n 76965790_721027801743209_5023846155486756864_n 78183288_837749039973203_5078752789765554176_n 78425399_507668426487549_3177546603787452416_n 78753057_1546141335509728_8112713474297036800_n 78628757_2505726343039326_8113932862757011456_n 78583993_580654289393602_7879071883369381888_n 78529861_563692647535658_4516348602133512192_n 78487002_1053329175006399_8798154546380537856_n 78430087_566827460556469_5664411437871661056_n

css.php