Til foreldra og forráðamanna nemenda í 7.- 9. bekk.
Miðvikudaginn 4. og fimmtudaginn 5. september fara 7. – 9. bekkir ásamt Guðna Sighvatssyni umsjónarkennara 7. bekkjar (sími 8917898). og Kristínu Sigfúsdóttur umsjónarkennara 8. og 9. bekkja (sími 6636217) í Þórsmörk Nemendur mæta í skólann í sínum skólabílum og leggja síðan af stað kl. 12:00 frá skólanum þegar þau eru búin að borða. Áætlað er að nemendurnir verði komnir aftur fimmtudaginn 5. september kl. 17 að Laugalandsskóla.
Foreldar/forrráðamenn eru beðnir um að ná í börn sín.
Það sem nemendur þurfa að taka með sér er: Svefnpoki, hlý föt, stígvél og regnföt, gott nesti fyrir báða dagana. Grillað verður sameiginlega fyrir hópinn. Gos og grillmatur verður í boði fyrir alla.
Með bestu kveðju
Skólastjóri