Fréttir

Skemmtileg heimsókn frá lögmanni í 10. bekk

Síðastliðinn föstudag kom Jakob Björgvin Jakobsson, lögmaður og eigandi Arctic lögfræðiþjónustu, í heimsókn til okkar í Laugalandsskóla og ræddi við nemendur í 10. bekk um hina ýmsu kima lögfræðinnar. Meðal þess sem Jakob fræddi nemendur um var skattkerfið hér á landi, hvað hugtök eins og persónuafsláttur og hátekjuskattur fælu í sér sem og hvernig lesa á út úr launaseðlum. Þá fjallaði hann einnig um réttindi nemenda gagnvart ríkisvaldinu og hvaða leiðir almenningur getur farið til að hafa eftirlit með því. Nemendum þótti eins og vænta mátti spennandi að fjalla um hegningarlögin og hverslags brot fælust þar undir. Þá var réttarkerfið hér á landi borið saman við það bandaríska og útskýrt hvernig dómstólar á Íslandi starfa. Heimsóknin var bæði skemmtileg og fræðandi og þökkum við Jakobi kærlega fyrir að gefa sér tíma til að miðla af þekkingu sinni og undirbúa þar með elstu bekkingana okkar fyrir líf og starf í íslensku samfélagi

 

.IMG_3339 (002)IMG_3338

css.php