Komið þið sæl. Við stefnum að skólahaldi í dag, en hætt er við að skólabílarnir verði í seinna lagi. Samkvæmt spjalli við skólabílstjórana ættu leiðirnar hjá Sverri, Steindóri og Rúnari að vera nokkuð í lagi . Þórdís og Anna í Hrólfstaðahelli verða seinni. Bjarni Jón hjá Eignasýslunni var kominn með nokkuð góða mynd af stöðunni nú í morgunsárið svo snjóruðningsbílarnir fara fyrst þar sem mest er þörfin.
B.kv. Sigurjón B.