Fréttir

Skólahópur leikskólans í heimsókn

Eins og undanfarin ár hefur verið mikil og góð samvinna á milli leik- og grunnskóla á Laugalandi í vetur.  Nemendur í skólahópi leikskólans hafa heimsótt grunnskólann vikulega með góðum árangri.  Dagana 11., 12. og 13. maí komu þeir svo í þriggja daga heimsókn þar sem viðveran var aukin með hverjum deginum. Á sama tíma fóru  nemendur úr 1. og 2. bekk grunnskólans í heimsókn í leikskólann og mæltist það vel fyrir.

Þessir flottu krakkar eru greinilega tilbúnir til að mæta galvaskir í 1. bekk í haust.

IMG_0420

css.php