Fréttir

Skólaráðsfundargerð 29. október 2019

Skólaráðsfundur Laugalandsskóla

  1. október 2019, klukkan 15:30

Mætt eru: Regula V. Rudin (fulltrúi starfsfólks skólans), Sigurður Matthías Sigurðarson (fulltrúi nemenda), Árbjörg Sunna Markúrsdóttir (fulltrúi nemenda), Thelma M. Marínósdóttir (fulltrúi kennara), Sigurjón Bjarnason (skólastjóri), Jónas Bergmann Magnússon (ritari og fulltrúi kennara), Kristín Ósk Ómarsdóttir (fulltrúi foreldra).

Ragnheiður Ólafsdóttir (fulltrúi foreldra), Borghildur Kristinsdóttir (fulltrúi grendarsamfélagsins) og Ragna Magnúsdóttir (fulltrúi kennara) boðuðu forföll.

  1. Sigurjón kynnti Skólalykilinn, skólanámskrá skólans. Hann fór ítarlega fyrir helstu upplýsingar sem eru í Skólalyklinum. Rætt var um skóladagatalið. Sigurjón útskýrði t.d. afhverju hér væri ekki vetrarfrí og er það vegna þess að ekki er vilji fyrir því að skipta á júní dögum og „vetrardögum“. Kristín spurðu um afhverju væri búið að skipta út heima símanúmerum og gsm númer sett í staðinn. Sigurjón sagði að það væru fáir sem notuðu heimasíma í dag og það væri miklu auðveldara að ná í fólk í gegnum farsíma.
  2. Starfsmannahandbók 2019. Sigurjón fór yfir starfsmannahandbókina lið fyrir lið. Hann sýndi einnig hvernig hægt væri að tilkynna einelti í gegnum heimasíðu skólans. Einnig minntist hann á að starfsmannahandbókin væri aðgengileg á heimasíðu skólans.
  3. Fjárhagsáætlun 2020. Sigurjón kynnti drög að fjárhagsáætlun 2020. Hann fór yfir helstu atriðin og útskýrði til dæmis að helsta ástæðan fyrir hækkun á liðnum vörukaup væru kaup á nýrri ljósritunarvél. Hækkun skólaaksturs væri aðallega út af fjölgun nemenda.
  4. Innramat skólans, líðan nemenda og starfsfólks. Thelma tók við og kynnti helstu niðurstöður. Könnun nemenda var frá 5. – 10. bekk. Kristín spurði hvort hægt væri að sjá hjá hvaða bekk nemendur væru mest að kvarta yfir vinnufriði. Sigurjón svaraði því. Sigurjón útskýrði hvað átt væri við með fastri viðveru og gæslu í útifrímínútum. Starfsfólki er ekki skylt að taka að sér gæslu í frímínútum.
  5. Önnur mál. Árbjörg spurði um stöðuna á gólfinu í íþróttasalnum. Sigurjón útskýrði það ferli.

Fleira ekki tekið fyrir á fundinum og fundi slitið klukkan 16:20

Jónas Bergmann Magnússon fundaritari

css.php