Fréttir

Skólaráðsfundargerð 6. nóvember 2018

Skólaráðsfundur Laugalandsskóla

 1. nóvember 2018 kl 15:30

 

Mætt eru: Regula V. Rudin (fulltrúi starfsfólks skólans), Ragnheiður Ólafsdóttir (fulltrúi foreldra), Sigurður Matthías Sigurðursson (fulltrúi nemenda), Gísella Hannesdóttir (fulltrúi nemenda, mætti kl 16:05), Ragna Magnúsdóttir (ritari og fulltrúi kennara), Thelma M. Marínósdóttir (fulltrúi kennara) og Sigurjón Bjarnason (skólastjóri).

 

 1. Sigurjón kynnti útgáfu Skólalykilsins, upplýsingarit skólans. Hann fór yfir helstu þætti og bað Ragnheiði nýjan formann foreldrafélags að senda inn nýjustu upplýsingar um foreldrafélagið og stjórn þar sem kosningar voru í félaginu eftir útgáfu Skólalykilsins og stjórn breytt frá því sem fram kemur þar. Nýjustu upplýsingar fara á heimasíðu skólans.
 2. Sigurjón kynnti einnig starfsmannahandbókina. Þar má m.a. finna upplýsingar um móttöku nýrra nemenda, trúnaðarmál og upplýsingaskyldu starfsfólks.
 3. Því næst kynnti Sigurjón drög að fjárhagsáætlun 2019. Hann fór yfir helstu atriði en ekki eru stórar breytingar á fjárhæðum eða liðum milli árar. Þá kynnti hann einnig lista yfir forgangsröðun framkvæmda við Laugalandsskóla sem sendur var á sveitarfélögin. Þar kemur fram að skólastjóri óskar eftir eftirtöldum framkvæmdum; merkingu og lýsingu á bílastæði framan við skólann, að skipt sé um glugga á suðurhlið og hún máluð, sett sé upp girðing aftan við körfur á körfuboltavelli, innréttingar í kennslueldhúsi séu endurnýjaðar og skipt sé um dúk á íþróttasal.
 4. Thelma kynnti innra mat skólans. Hún fór yfir verklag og framkvæmd innra matsins en teymi kennara sér um fyrirlögn og úrvinnslu innramatsins. Gerð var könnun á líðan starfsfólks og nemanda. Almennt líður starfsfólki frekar vel og/eða mjög vel við vinnu í skólanum. Þá líður flestum nemendum vel en þó kom fram að 5 nemendum leið frekar illa en engum mjög illa. Reynt er eftir fremsta megni að vinna úr þessum niðurstöðum til þess að auka vellíðan nemenda. Það er m.a. gert í foreldraviðtölum þar sem einnig er spurt um líðan og oftar en ekki er hægt að vinna með mál út frá þeim. Þá kom fram að flestar niðurstöður sýna að um og yfir 90% nemenda líður ekki illa (þ.e mjög vel, frekar illa, hvorki né) við allar aðstæður sem spurt var um.
 5. Ytra mat. Á síðasta ári kom fram í ytra mati að finna þyrfti einkunnarorð skólans. Sú vinna er í fullum gangi en nemendur, kennarar og foreldrar hafa komið að þeirri vinnu.
 6. Önnur mál.
  1. Kosning fulltrúa grenndarsamfélagsins í Skólaráðið. Borghildur Kristinsdóttir Skarði hefur gegnt stöðunni síðastliðin 2 ár. Tillaga var gerð að kjósa hana aftur til 2gja ára og var sú tillaga samþykkt.
  2. Ragnheiður lýsti yfir ánægju sinni með forgagnsröðun framkvæmda við Laugalandsskóla sem Sigurjón kynnti í tengslum við fjárhagsáætlun.

 

Fleira ekki tekið fyrir á fundi og fundi slitið 16:25

Ragna Magnúsdóttir

fundarritari

 

css.php