Fréttir

Skólaráðsfundargerð 7. maí 2019

Skólaráðsfundur

Þriðjudaginn 7. maí 2019

Mættir eru Sigurjón, Gísella, Ragnheiður, Kristín Ósk, Ragna, Regula og Thelma. Borghildur mætti stuttu síðar.

  1. Sigurjón kynnti drög að skóladagatali og starfsáætlun 2019-2020. Skólahald verður með svipuðum hætti og verið hefur þó verður bekkjum á næsta ári skipt með öðrum hætti. Þannig verður 1. bekkur sér og 6. bekkur sér. Öðrum bekkjum verður samkennt; 2. og 3. bekkur, 4. og 5. bekkur, 7. og 8. bekkur og 9. og 10. bekkur. Sigurjón fór því næst yfir skóladagatalið en það er með hefðbundnum hætti. Starfsdagar eru 13 á árinu. Fimm áður en skólahald hefst, þrír eftir að skóla lýkur í maí og aðrir fimm á starfstíma skólans. Fastir þættir verða eins og áður, m.a. haustþing kennara, samvinna við Helluskóla, dansvikan, samræmd könnunarpróf, jólapróf, jólarí, föndurdagur og litlu-Jólin. Eftir jólafrí er starfsdagur 2. Janúar. Í kjölfarið fylgja svo fastir þættir eins og leikhúsferðir, starfsdagur á öskudag, foreldradagur 27. feb., starfskynningar 10. bekkjar, árshátíð skólans og sameiginleg árshátíð 7.-10. bekkjar. Í lok annar eru einnig hefðbundir þættir, vorpróf verða 19.-26. maí, strax í framhaldi eru vordagur og umhverfisdagur og þar á eftir skólaslit sem verða 29. maí. Sigurjón kallaði eftir spurningum sem engar voru svo haldið var áfram í næsta lið.
  2. Sigurjón valgreinar næsta skólaárs. Boðið verður upp á eftirtaldar valgreinar: Heimilisfræði, íþróttir og útiveru, leiksmiðju, ljósmyndun, málm- og vélsmíði, textílmennt, tónlist og söng, trésmíði, tölvur og stuttmyndagerð, stuðning í dagskóla, starfsnám í leikskóla, spænsku, skák og spilaval, kvikmyndaval, myndmennt og sviðsmynda- og búningahönnun. Nemendur eru að skila inn valblöðum þessa dagana og kemur því fljótlega í ljós hvaða valgreinar verða kenndar. Ekki komu fram neinar spurningar í lok kynningar og því farið í næsta lið.

-Borghildur kom inn

  1. Sigurjón fór yfir skólaárið sem er að líða og sagði m.a. frá Þórsmerkurferð og samvinnu við Helluskóla. Hann talaði um árshátíð skólans sem hann taldi hafa gengið mjög vel og tók sérstaklega fram að 10. bekkur og foreldrar þeirra hafi lagt mikla vinnu í skreytingar í veislusal (íþróttahúsinu), þangað sem fólk fór eftir sýningu, sem gerði árshátíðina að vissu leyti að útskriftarveislu nemenda 10. Bekkjar. Fundarmenn tóku undir það að árshátíðin hafi verið vel heppnuð. Sigurjón taldi áætlaðan kostnað vegna veislu vera um 10.000 kr á heimili. Þá sagði Sigurjón frá því sem framundan er á þessu skólaári en það er Fornleifaskóli barnanna í Odda fyrir 7. bekk, vorpróf, vordagar, umhverfisdagar og vorferðalag 10. bekkjar. Hann talaði einnig um Þjóðleik. Verkefni sem leiklistarval skólans tók þátt í. Var sú vinna vel heppnuð og sýndi leiklistarval skólans verkið Dúkkulísa helgina 26.-27. apríl á lokahátíð sem haldin var í Hveragerði sem og tvær sýningar laugardaginn 2. maí í Laugalandsskóla. Í lokin voru umræður um skólastarfið í vetur og kom þá upp umræða um heimsókn Ævars vísindamanns en hann mun heimsækja skólann miðvikudaginn 8. maí.
  2. Önnur mál.

Sigurjón fór yfir starfsmannamál næsta árs en búið er að ráða þau Erlu Berglindi Sigurðardóttur, Jónas Bergmann Magnússon, Erlu Brá Sigfúsdóttur og Þuríði Valtýsdóttur en eftir á að manna stöðu aðstoðarskólastjóra. Regula og Valborg verða áfram skólaliðar ásamt Sigríði Lindu Þórarinsdóttur. Þeir kennarar sem hætta hjá okkur eru Stefán Erlendsson, Kristín Arna Hauksdóttir og Stefán Ingimar Þórhallsson. Þá sækja þær Kristín Sigfúsdóttir og Björg Kr. Björgvinsdóttir um leyfi til eins árs.

Ragnheiður kynnti kaup foreldrafélagsins á frisbí-golfvelli. Í gangi er skipulagsvinna og er m.a. verið að skoða hvar hægt sé að setja niður körfur og völl. Ýmislegt þarf að hafa í huga varðandi bílastæði, tjaldsvæði og margt fleira.

Ragna sagði frá því að gróðurhúsið væri vel nýtt sem útikennslusvæði og verður betur nýtt ef hiti kemst í húsið.

Sigurjón talaði um að körfuboltavöllurinn sem kom í haust væri vel nýttur og tók Regula undir það.

Þá er það á áætlun að lokið verði við að mála skólahúsið að utan í sumar og gerðar breytingar á bílaplaninu við skólann.

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundi og fundi slitið 16:14

 

Fundarritari: Ragna Magnúsdóttir

css.php