Fréttir

Skólaráðsfundur 25. nóvember 2020

Skólaráðsfundur 25. nóvember 2020 kl 15:30

 

Mætt eru: Sigurjón, Regula, Ragnheiður, Árbjörg Sunna, Borghildur, Thelma, Sunna Hlín og Ragna

 

Sigurjón setti fundinn

  1. mál: Sigurjón kynnti Skólalykilinn 2020-2021, námskrá skólans. Bókin inniheldur almennar upplýsingar, ágrip af sögu skólans og allt það helsta sem viðkemur skólanum. Bókin inniheldur einnig myndir eftir hvern og einn nemenda í 1. -6. bekk. Helstu atriði sem voru yfirfarin í ár og breytast frá fyrra ári eru kaflar um agmál og heimilar fjarvistir. Í bókinni er einnig kafli um ferðasjóð nemenda og ræddi Sigurjón um að þó svo að ekki hafi verið haldin árshátíð í fyrra þá stendur ferðasjóður nemenda vel og ekki þarf að hafa áhyggjur af útskriftarferð 10. bekkjar í ár.

 

  1. mál: Sigurjón kynnti starfsmannahandbókina. Þá bók fá allir starfsmenn í hendurnar en hana er einnig að finna á netinu þar sem allir sem vilja, geta lesið. Í ár bættist við ný staða sem er deildarstjóri sérkennslu. Nýjan kafla um það starf má sjá í starfsmannahandbók. Sigurjón talaði um að þetta starf væri mikill og góður liðsauki í starfsmannaflóruna. Sigurjón ræddi einnig trúnaðarskyldu allra starfsmanna en hún er kynnt öllu starfsfólki á hverju ári. Í bókinni er einnig kafli um hátíðir og uppákomur en í ár má gera ráð fyrir að einhverjar breytingar verði. Skólinn leggur þó upp með að allt fari fram eins og hefð er fyrir en það verður þó að koma í ljós hvort við fáum að bjóða fólki á bæði föndurdaginn og leiksýningar litlu jólanna. Ef sóttvarnarreglur verða þannig að ekki er hægt að bjóða fólki þá mun skólinn taka sýninguna upp og mögulega streyma sýningunni.

 

  1. mál: Sigurjón kynnti drög að fjárhagsáætlun 2021. Áhersla var frá sveitarfélaginu um að spara verulega á næsta ári. Sigurjón talaði um að vernda störfin enda er þar um að ræða beina þjónustu við nemendur. Sigurjón ræddi einstaka liði áætlunnar. Þá kynnti Sigurjón forgangsröðun verkefna sem skólinn setur á oddinn en þau atriði eru að; merkja og lýsa upp bílastæðið fyrir framan skólann, skipta um glugga á norðurhlið skólahúsnæðisins gamla, setja ný net á fótboltamörk á fótboltavelli, endurnýja innréttingar í kennslueldhúsi, skipta út dúk á íþróttasal, laga gólf og bæta tækjabúnað í smíðastofu.

 

  1. mál: Thelma kynnti innra mat skólans, líðan nemenda og starfsfólks. Könnunin er lögð fyrir á sama tíma á hverju ári fyrir nemendur í 5. – 10. bekk. Samtals tóku 47 nemendur þátt í ár. Allar niðurstöður koma í skýrslu um líðan sem birtist á heimasíðunni.

 

Sigurjón sagði frá því að niðurstöður þessarar könnunar væru skoðaðar með umsjónakennurum svo hver umsjónakennari sé meðvitaður um stöðuna í sínum umsjónabekk. Í kjölfarið eru foreldraviðtöl og þar hafa umsjónakennarar tækifæri til þess að reyna að finna þá einstaklinga sem að  líður illa í skólanum en þannig eru niðurstöður notaðar til þess að gera gott starf enn betra.

Starfsmannakönnunin kom mjög vel út þar kom m. a. fram að

Almennt líður starfsmönnunm vel í vinnunni og segjast 100% líða mjög vel eða frekar vel á vinnustaðnum.

Þá segja um 55% að til sín séu gerðar hæfilegar kröfur og 45% segja  kröfurnar miklar eða mjög miklar.

 

  1. Önnur mál. Sigurjón gaf orðið laust ef einhver vildi koma einhverju á framfæri. Ragnheiður talaði um að foreldrarfélagið hafi ekki haft aðalfund vegna samkomutakmarkanna. Fulltrúar nemenda töluðu um að þeirra upplifun væri sú að nemendur væru sáttir í skólanum.

Sigurjón þakkaði að því loknu fyrir góðan fund og sagði fundi slitið kl 16:25.

 

 

Fundargerð ritaði:

Ragna Magnúsdóttir

 

css.php