Fréttir

Skólaráðsfundur 28. apríl 2020

Skólaráðsfundur Laugalandsskóla
28. apríl 2020 kl 15:30

Mætt eru: Sigurjón Bjarnason, Sigurður Matthías Sigurðarson (fulltrúi nemenda), Ragnheiður Ólafsdóttir (fulltrúi foreldra), Kristín Ósk Ómarsdóttir (fulltrúi foreldra), Regula V. Rudin (fulltrúi starfsfólks skólans), Ragna Magnúsdóttir (fulltrúi kennara), Thelma María Marínósdóttir (fulltrúi kennara), Árbjörg Sunna Markúsdóttir (fulltrúi nemenda). Borghildur Kristinsdóttir boðaði forföll.
1. Sigurjón setti fundinn og kynnti drög að skóladagatali sem og starfsáætlun ársins 2020-2010. Áætlað er að starfsmenn í grunnskólanum á Laugalandi verði jafnmargir skólaárið 2020-2021 og voru síðastliðið ár. Samræmd könnunarpróf í 7. bekk verða í september. Í október eru samræmd könnunarpróf í 4. bekk, samvinna með Helluskóla, dansvika og foreldradagur. Í nóvember er dagur íslenskrar tungu og þann dag hefst einnig undirbúningur fyrir Stóru upplestrarkeppnina. Í desember eru hefðbundnir jólaprófsdagar, föndurdagur og litlu-jólin. Jólafrí hefst að loknum skóladegi 18. desember. Í janúar er starfsdagur 4. janúar og hefst skóli aftur 5. janúar hjá nemendum. Í febrúar eru starfsdagur þann 17. febrúar, foreldradagur 18. og starfskynning 10. bekkjar 17.-19. Í mars verða samræmd próf hjá 9. Bekk. Árshátíð skólans hefst kl. 18:30 þann 19. mars og sameiginleg árshátíð skólanna í sýslunni verður 25. Mars. Páskafrí hefst 26 mars. Í apríl er starfsdagur kennara 6. og nemendur mæta 7. Í maí eru vorprófin frá 19.-26. og þar á eftir eru vordagur og umhverfisdagur og skólaslit þann 31. maí.
2. Sigurjón kynnti valgreinar næsta árs. Þær eru Íþróttir og útivera, Skólahreysti, Leiklist, Málm- og vélsmíði, Textílmennt, Hljómsveit, Tónlist/söngur, Trésmíði, Tölvur og tölvutækni, Starfs- nám í leikskóla, Starfsnám í dagskóla, Spænska, Leiklist, Heimilisfræði, Trésmíði, Kvikmynda- val, Sviðsmynda- og búningahönnun, Listaval, Skapandi ljósmyndun og Skák og spilaval.
3. Þá fór Sigurjón yfir starfið í vetur. Skólinn fór vel af stað. Upp komu mál í 7. og 8. bekk sem leystust farsællega, samræmdu prófin komu vel út hjá 9. bekk og á Covid tímum gat skólinn haldið uppi skólastarfi fyrir alla nemendur frá 8:30-13:25 og héldust þá inni allar kjarnagreinar og kennsla var að mestu óbreytt.
4. Önnur mál.
a. Nemendafjöldi næsta árs verður um 80.
b. Stundatöflugerð næsta skólaárs. Formaður Garps sendi beiðni um að fá að nýta íþróttahúsið í síðustu tímum skólans fyrir 1.-4. bekk. Fundarmenn voru sammála um að ekki væri hægt að verða við því vegna þess að skólinn er að nýta íþróttahúsið. Þó eru í gangi umræður um að Garpur fái að koma inn í íþróttaskólann í síðustu tveim tímum á miðvikudögum.
c. Starfsmannamál. Samúel, Þuríður og Erla Brá fara til annara starfa. Jónas Bergmann tekur stöðu aðstoðarskólastjóra. Inn kemur Björg Kristín Björgvinsdóttir (úr leyfi), Hjördís Pálmarsdóttir og Fjóla Kristín Borghildardóttir Blandon og er þá fullmannað.
d. Ragnheiður kynnti drög að bréfi sem foreldrafélagið ætlar að sendir á Odda bs. Þar voru tiltekin fjögur mál:
i. Foreldrafélagið hvetur byggðasamlagið að íhuga að taka upp skipulagðar ferðir milli Laugalands og Hellu vegna tómstunda barna eftir skóla.
ii. Foreldrafélagið óskar þess að börn fái fleiri en eina tegund af ávöxtum í nestistímum. Þetta mál fékk mikla umræðu á fundinum og Sigurjón mun taka málið upp með matráði. Hann sagði að svona mál heyri ekki undir Odda.
iii. Þriðja málið sem kom frá foreldrafélaginu snýr að bílastæðismálum.
Foreldrafélagið biðlar til byggðasamlagsins að klára að taka í gegn bílastæðið áður en næsta skólaár hefst..
iiii. Að lokum vill foreldrafélagið ítreka að íþróttagólfið í íþróttahúsið verði lagað og fjallar síðasta efni bréfsins um það.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundi.

Sigurjón þakkaði góðan fund og sleit fundi kl. 16:40.
Fundargerð ritar: Ragna Magnúsdóttir

css.php