Laugalandsskóli verður settur fimmtudaginn 29. ágúst kl 10:00. Þá mætir 2. – 10. bekkur og venju samkvæmt byrjum við í matsalnum þar sem skólastjóri fer yfir komandi ár en því næst fylgja bekkir sínum umsjónakennara í heimastofur þar sem þeir fá afhentar stundaskrár og önnur gögn.
Skólabílar aka nemendum í skólann og munu leggja aftur af stað frá skólanum klukkan 11:15.
Fyrsti bekkur er boðaður sérstaklega og fá foreldrar/forráðamenn bréf frá umsjónakennara seinna í ágúst.