Fréttir

Skólaslit Laugalandsskóla 2014

 

Skólaslit Laugalandsskóla fóru fram föstudaginn 23. maí.
Fyrir skólaslitin gafst gestum kostur á að skoða sýningu á verkum nemenda.
Skólastjórinn fór í sinni ræðu yfir starf vetrarins og þakkaði nemendum, starfsfólki og foreldum / forráðamönnum samstarfið.  Margréti Sigurjónsdóttur sem nú lætur af störfum eftir 7 ára starf, voru þökkuð vel unnin störf.
Sigrún Birna nemendaráðsformaður flutti ræðu og  nemendur úr tónlistavali skólans fluttu tónlistaratriði.
Nemendur fengu afhent vitnisburðablöð frá sínum umsjónarkennara.
9 nemendur útskrifuðust úr 10. bekk og voru þeim færðar rósir af nemendum 1. og 2. bekkjar í kveðjuskyni.  Útskriftarnemendur afhentu svo öllu starfsfólki skólans blóm og þökkuðu fyrir sig.
Að lokum var boðið uppá kaffi og ís.

P1030038

P1030049

P1030033

css.php