Fréttir

Skólaslit Laugalandsskóla

Mánudagskvöldið 1. júní var Laugalandsskóla slitið eftir ánægjulegt skólaár.  Áður en formleg dagskrá hófst var sýning á verkum nemenda.  Hún var sett upp af nemendum í listavali skólans undir dyggri stjórn Bjargar textílkennara.  Áttu allir saman ánægjulega stund þar sem Sigurjón Bjarnason skólastjóri fór yfir það helsta sem gerst hefur á þessu skólaári og nemendur fengu afhentar einkunnabækur sínar.

Nemendur 10. bekkjar vor kvaddir sérstaklega og þökkuðu þeir fyrir sig með góðri ræðu formanns Nemendafélagsins, Vilborgar Ísleifsdóttur sem og með skemmtilegum tónlistaratriðum.

 

.DSCF1612               DSCF1698

css.php