Starfið fer vel af stað hjá miðstiginu. Búið er að vera að æfa upplestur og túlkun á texta og í framhaldinu mun 7. bekkurinn æfa sig fyrir stóru upplestrarkeppnina sem haldin verður á Hellu í mars. Í íslensku hefur verið unnið með ferskeytlur og margar stórskemmtilegar litið dagsins ljós. Nú þegar þorrinn gengur í garð verður vísubotnakeppni á vegum skólans og verða nemendur þá vel undirbúnir. Í stærðfræði hafa m.a. verið unnin útiverkefni. Skipt var í hópa og unnið þannig að úrlausnum verkefna. Til að mynda átti að safna saman bílnúmerum og raða þeim upp eftir stærð, finna miðgildi og meðaltal. Þá var mælt ummál leik- og knattspyrnuvalla ásamt flatarmáli. Það er oft gott að brjóta upp námið og fara út fyrir námsbækurnar, það hjálpar mörgum að festa hlutina betur í minni
- Almennt
- Starfsmenn
- Nemendur
- Fréttir
- Annað