Fréttir

Skólastarfið komið vel af stað

Ágætu lesendur, skólastarfið hjá okkur fer mjög vel af stað, og ekki skemmir fyrir sumaraukinn sem við erum að upplifa hér um bil upp á hvern dag.  Fyrstu bekkingar eru að standa sig eins og hetjur, þeir eru óðfluga að skólast og eru glaðir og kátir eins og sést á myndunum sem fylgja með.

Við stefnum á að fara í Veiðivötn með 9. bekk á mánudaginn þar sem þau upplifa vötnin og náttúrfegurðina í sinni fegurstu mynd. Að sjálfsögðu fá þau líka að renna fyrir fisk. Við gefum út  fréttablaðið Stafinn í næstu viku og fljótlega á eftir kemur  svo Skólalykilinn. Skóladagatalið er komið á heimasíðuna sem og upplýsingar í viðburðadagtalið í þessum mánuði.

 

DSCF1826 DSCF1827 IMG_0649 IMG_0650 IMG_0481 4.bekkur

css.php