Nemendur og starfsfólk Laugalandsskóla skellti sér út í blíðuna um kl. 09:20 í morgun til að fylgjast með sólmyrkvanum. Það var ómetanleg stund, enda mikil upplifun sem á örugglega eftir að lifa með okkur öllum um ókomin ár.
Við viljum þakka Stjörnuskoðunarfélaginu kærlega fyrir gleraugun sem þeir sendu okkur á dögunum, án þeirra hefði upplifunin aldrei orðið svo mikil.