Fréttir

Spilavist í skólanum

Fimmtudaginn 20. febrúar var haldin spilavist í skólanum. Nemendur úr 5. – 10. bekk spiluðu á átta borðum. Allir bekkir höfðu fengið undirbúning fyrir spiladaginn svo keppnin var bæði jöfn og spennandi. Fjórir strákar urðu jafnir og efstir með 85 stig, en það var síðan Eiður Benediktsson í 9. bekk sem sigraði eftir útdrátt. Sigrún Birna P. Einarsson í 10. bekk varð sigursælust hjá stelpunum með 86 stig. Tveir nemendur fengu örlitlar sárabætur fyrir hvað þeir voru óheppnir í spilunum og svo má líka hugga sig við máltækið góða; – óheppnir í spilum, heppnir í ástum.

IMG_2920IMG_2911

 

Fleiri myndir frá deginum má finna í myndaalbúmi skólans á síðunni

https://www.laugalandsskoli.is/myndir/felagsvist-5-10-bekkur-20-februar/  

 

 

css.php