Fréttir

Starfsdagur og foreldradagur 1. og 2. mars

Miðvikudaginn 1. mars er starfsdagur í skólanum þar sem starfsfólk undirbýr foreldradaginn sem verður þann 2. mars og hugar m.a. að árshátíð og öðrum þeim verkefnum sem bíða á vorönn.

Vegna þessa er ekki skóli hjá nemendum á miðvikudag og fimmtudag.

Foreldrar og forráðamenn hafa fengið senda heim með börnum sínum og í tölvupósti, tímatöflu sem sýnir hvenær þeir eigi að mæta.

9. bekkur er með kaffisölu í matsal skólans þennan dag en hún er liður í fjáröflun fyrir ferðasjóð.

Verið velkomin fimmtudaginn 2. mars í skólann okkar.

css.php