Fréttir

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppni 7. bekkjar fór fram á Hellu fimmtudaginn 10. mars sl.  Ellefu nemendur tóku þátt og komu þeir  frá Vík, Hvolsvelli, Hellu, Vestmannaeyjum og Laugalandi.  Fulltrúar Laugalandsskóla voru þau Guðný Salvör Hannesdóttir og Hákon Snær Hjaltested.   Stóðu þau sig bæði með miklum sóma og lenti Guðný Salvör í 1. sæti.  Við óskum þeim innilega til hamingju með flottan árangur.
IMG_1638

css.php