Fréttir

Stóra upplestrarkeppnin

Frá því 16. nóvember sl. hafa nemendur í 7. bekk um allt land æft sig fyrir Stóru upplestrarkeppnina. Tveir til þrír fulltrúar eru valdir úr hverjum skóla til að taka þátt í lokakeppni. Þeir einstaklingar sem voru valdir úr Laugalandsskóla eru: Guðlaug Birta Davíðsdóttir, Sunna Hlín Borgþórsdóttir og Snærós Glóey Kristófersdóttir til vara.

Lokakeppnin fyrir skólana í Rangárþingi, Skaftafellssýslu og Vestmannaeyjum var haldin á Hvolsvelli mánudaginn 8. apríl sl. Stóðu þær Guðlaug Birta og Sunna Hlín sig mjög vel og varð Sunna Hlín í 3. sæti. Við óskum þeim innilega til hamingju með góðan árangur.

Sunna Hlín og Guðlaug Birta

css.php