Fréttir

Stytting viðveru

Kæru foreldrar og forráðamenn nemenda í Laugalandsskóla!

Nú höfum við náð þeim fjölda kennslustunda sem þurfti til að geta stytt skólaárið hjá okkur um 10 daga án þess að skerða lögbundna kennslu nemenda.

Mánudaginn 18. mars næstkomandi verða því breytingar á stundatöflu nemenda. Þá lýkur skóla klukkan 14:20 á mánudögum og klukkan 13:25 á föstudögum. Skólavikan styttist því úr 39 kennslustundum í 37 kennslustundir.

Kær kveðja,

Skólastjóri

css.php