Fréttir

Þjóðleikur

Um síðustu helgi, 26.-27. apríl tóku nemendur úr leiksmiðju Laugalandsskóla þátt í Þjóðleik sem haldinn var í Hveragerði að þessu sinni.

Þjóðleikur er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og leiklistarhópa/leikfélaga á landsbyggðinni. Markmið Þjóðleiks er meðal annars að efla áhuga ungs fólks á leiklist og tengja Þjóðleikhúsið landsbyggðinni. Verkefnið var fyrst sett á laggirnar veturinn 2008-2009 og hefur verið haldið annað hvert ár síðan þá. Lokahátíðir eru haldnar að vori þar sem allar sýningar í hverjum landshluta koma saman á stórri leiklistarhátíð. Hátíðirnar eru einstakt tækifæri fyrir ungt áhugafólk um leiklist til þess að koma saman, sýna afrakstur erfiðis síns og setja eigin verk í samhengi við annarra.

 

 

 

css.php