Í dag, fimmtudaginn 18. janúar var borinn fram þorramatur í skólanum. Allir nemendur og starfsfólk skólans kom saman í matsalnum þar sem þeir gengu að glæsilegu hlaðborði. Látið var vel af matnum og gengu allir saddir frá borðum.
Veitt voru verðlaun fyrir bestu þorrabotnana sem nemendur hafa samið í vikunni. Þar er áhugavert að sjá hve nemendur hafa gaman af að semja botna enda margir góðir sem skiluðu sér inn.
Eftirfarandi botnar urðu fyrir valinu:
1.-4. bekkur
Hertur fiskur, haus af kind
og hangikjötið góða
Þorrinn hefur mikinn vind
Það gerir alla óða.
Höfundur: Elísabet, 3. bekk
5.-7. bekkur
Margt ég gott í magann fæ
á miðjum þorra.
Sé ég þig á þessum bæ
Á hestinum Orra.
Höfundur: Edda Margrét, 6. bekk
8.-10. bekkur
Súra punga, saltað ket
Sit ég nú og borða
Þú getur ekki farið fet
Þó fljótt þér viljir forða.
Höfundur: Gísella, 9. Bekk
Skondnasti botninn
Hertur fiskur, haus af kind
og hangikjötið góða.
Að borða haus af kind er synd
þarf að drífa mig, kartöflurnar sjóða.
Guðlaug Birta, 6. bekk
Þorraþrællinn 2018
Súra punga, saltað ket
sit ég nú og borða.
Einhver gefur frá sér fret
Gott er sér að forða.
Sunna Hlín, 6. bekk