Fréttir

Þorramatur

Í dag borðum við þorramat í tilefni þess að nú hefst þorrinn. Einnig verða kynnt úrslit í vísubotnakeppni skólans en hefð hefur skapast í skólanum að allir nemendur taki þátt í að botna tvo fyrriparta. Síðan velur nefnd bestu botnana fyrir hvern aldursflokk. Í verðlaun eru skemmtilegar tröllastyttur sem nemendur fá að eiga en einnig er þorraþrællinn veittur þeim sem þykir hafa ort besta botninn en sá verðlaunagripur er geymdur í skólanum.

css.php