Fréttir

Þórsmerkurferð

thorsmork_9Mánudaginn 12. september var farin eftirminnileg Þórsmerkurferð á vegum skólans. Nemendur í 7.-9.bekk fóru þá ásamt Bæring kennara og Regúlu skólaliða í útivistar paradísina Bása á Goðalandi.

Tíminn var meðal annars notaður í fjallgöngu á Útigönguhöfða með útsýni yfir fallegt landsvæðið fyrir neðan og allt um kring. Nemendur fengu þar fræðslu um landmótun og hvernig skriðjöklar á ísaldartímabilum í jarðsögunni mótuðu umhverfið í þá náttúruperlu sem sjá má í dag. Einhverjir höfðu þó meiri áhuga á bláberjalynginu sem óx meðfram göngustíginum í hlíðum fjallsins og berjunum sem það prýddu. Bláminn á vthorsmorkörunum kom nokkuð auðveldlega upp um þá.

Það fundu allir sér eitthvað til dundurs meðal á dvölinni í Básum stóð – hvort sem það var fótbolti, spil eða einfaldlega að njóta kyrrðarinnar og gengið um skógivaxið svæðið. Ferðalög hafa hinsvegar þann leiðinlega ósið að taka enda. Með eilítið léttari bakpoka en fjölmargar góðar minningar í farteskinu var haldið heim á leið eftir vel heppnaða Þórsmerkurferð. Frábær tími í frábærum félagskap.

css.php