Fréttir

Þórsmerkurferð 7. – 8. bekkjar

Þriðjudaginn 11. september fóru nemendur í 7. – 8. bekk í eftirminnilega ferð í Þórsmörk. Með í för voru kennararnir Sóley og Bæring en hópurinn dvaldi næturlagt í náttúruparadísinni Básum á Goðalandi.

Það fundu allir sér eitthvað til dundurs meðan á dvölinni í Básum stóð. Farið var í göngutúra um skógivaxið svæðið auk þess sem gengið var á fjöll þar sem stórbrotið útsýnið blasti við. Einhverjir fundu sjaldséð ber og aðrir tíndu villisveppi sem hægt var að steikja með hádegisverðinum. Það var spilað, spjallað og skemmt sér eins og vera ber í ferð sem þessari.

Allt tekur enda um síðir og með þrálátar harðsperrur en bros á vör var haldið heim á leið eftir vel heppnaða og skemmtilega Þórsmerkurferð í ennþá betri félagskap.

.IMG_0637aIMG_0685

css.php