Til foreldra og forráðamanna nemenda í 7. – 10. bekk
Mánudaginn 25. febrúar verður nemendaráð Laugalandsskóla með „þrautakvöld“ fyrir nemendur í 7. – 10. bekk.
Skipulagðar verða ýmsar skemmtilegar þrautir þar sem nemendum er skipt upp í lið sem etja kappi hvert við annað.
Skemmtunin hefst kl. 20:00 og lýkur kl. 22:00. Foreldrar þurfa að aka börnunum á skemmtunina og sækja þau stundvíslega kl. 22:00.
Aðgangseyrir er 300 kr. og sælgætissala verður á staðnum.
Kveðja,
Skólastjóri