Fréttir

Veiðivatnaferð fyrir 9. bekk

Til foreldra og forráðamanna nemenda í 9. bekk Laugalandsskóla

Mánudaginn 15. september mun 9. bekkur fara í veiðiferð inn í Veiðivötn ásamt umsjónarkennara sínum, Sigríði Th.Kristinsdóttur. Farið verður frá Laugalandsskóla um kl. 8:30 og áætluð heimkoma er kl. 17:00. Foreldrar/forráðamenn þurfa að sækja börnin á Laugaland.

Hver og einn þarf að hafa með sér nesti fyrir daginn og allan veiðibúnað (veiðistöng, þríkrækjur eða öngla, veiðihjól með sterku girni, sökkur og jafnvel letingja ef til er). Hver nemandi þarf að koma með beitu (maðk eða makríl) eða vera með spúna.

Mikilvægt er að nemendur klæði sig vel því að kalt getur verið á fjöllum og góð regnföt eru einnig mikilvæg.

Svo er það góða skapið og veiðihugurinn sem nauðsynlegt er að hafa með.

Með bestu kveðju

skólastjóri

css.php