Föstudaginn 30. nóvember fóru nemendur í 1. , 2. og 10. bekk saman í gönguferð.



Símon er bóndi í sér og hafði gaman að þessum gamla ferguson sem stóð undir fjósvegg í Marteinstungu.
Í kirkjunni tók séra Halldóra Þorvarðardóttir á móti okkur og sagði frá ýmsu í sambandi við aðventuna og einnig frá ýmsu í sambandi við kirkjuna.
Til dæmis sagði hún okkur söguna af þessari fallegu altaristöflu
En Gunnar Kristjánsson bóndi í Marteinstungu skrifaði Lovísu Danadrottningu bréf og óskaði eftir því að hún styrkti kirkjuna með því að útvega altaristöflu. Kirkjan var fátæk og átti lítið af kirkjugripum og vildi hann leggja sitt af mörkum til að hún eignaðist þá. Danadrottningu þótti svo mikið til um þetta að hún lét hirðmálara sinn mála altaristöflu og sendi hana með skipi til Íslands og var hún flutt frá Eyrarbakka í kirkjuna, þar sem hún hefur verið síðan, en það var árið 1894 sem þetta gerðist.
Krakkarnir hlustuðu af athygli á frásögn Halldóru.
Síðan fengu þeir að skoða sig um í kirkjunni.
Margar skemmtilegar myndir voru teknar í kirkjunni og hér má sjá nokkrar þeirra