Fréttir

Vettvangsferð 1., 2. og 10. bekkjar í Marteinstungukirkju

 

Föstudaginn 30. nóvember fóru nemendur í 1. , 2. og 10. bekk saman í gönguferð.

Lagt var af stað frá skólanum strax eftir hádegismatinn og gengið í átt að Marteinstungukirkju.Nemendur leiddust og léku sér á leiðinni og var mikil gleði í hópnum.Það var fremur  kalt í veðri og beit í kinnarnar, en nemendur komu vel undirbúnir og klæddir eftir veðri,þannig að engum var kalt. Þegar kom að hliðgrindinni milli Marteinstungu og Birkiflatar spreyttu nemendur sig í að klifra og hoppa og voru margir flottir taktar við að komast yfir.Árni Páll náði því öllu á mynd, enda er hann í ljósmyndavali skólans.

Símon er bóndi í sér og hafði gaman að þessum gamla ferguson sem stóð undir fjósvegg í Marteinstungu.

Í kirkjunni tók séra Halldóra Þorvarðardóttir á móti okkur og sagði frá ýmsu í sambandi við aðventuna og einnig frá ýmsu í sambandi við kirkjuna.

Til dæmis sagði hún okkur söguna af þessari fallegu altaristöflu

En Gunnar Kristjánsson bóndi í Marteinstungu skrifaði Lovísu Danadrottningu bréf og óskaði eftir því að hún styrkti kirkjuna með því að útvega altaristöflu. Kirkjan var fátæk og átti lítið af kirkjugripum og vildi hann leggja sitt af mörkum til að hún eignaðist þá. Danadrottningu þótti svo mikið til um þetta að hún lét hirðmálara sinn mála altaristöflu og sendi hana með skipi til Íslands og var hún flutt frá Eyrarbakka í kirkjuna, þar sem hún hefur verið síðan, en það var árið 1894 sem þetta gerðist.

Krakkarnir hlustuðu af athygli á frásögn Halldóru.

Síðan fengu þeir að skoða sig um í kirkjunni.

Margar skemmtilegar myndir voru teknar í kirkjunni og hér má sjá nokkrar þeirra

css.php