Vikan 17. – 21. Mars
Þessi vika var bæði fjölbreytt og skemmtileg. Við horfðum t.d. fræðandi kvikmynd í ensku. Þetta var einnig síðasta vika íþróttakennslu og tekur sundkennslan við í næstu viku. Af félagslífinu er það frásagnarvert að það var haldið „Keppniskvöld“ á miðvikudaginn síðastliðinn. Var nemendum þá skipt í nokkur lið og falið að leysa ýmis verkefni og þrautir. Í stærðfræðitímanum á föstudaginn gerðist sá stórmerkilegi atburður að í stað þess að reikna kom Sigurjón með kvikmyndina „The Last of the Mohicans“. Vikan var því að öllu leyti góð og skemmtileg.
Sigurður