Fréttir

Vikan 24. – 28. mars 10. bekkur bekkjarpistill

Þessa vikuna hefur margt verið tekið fyrir en ekkert eins mikið og undirbúningur fyrir Árshátíð sem var á föstudeginum og tókst til með brag sem aldrei fyrr. Í vinkunni var bókalaus vika í dönsku, það merkir það að bækurnar eru hreinlega geymdar í skápnum á meðan tíma stendur og það er einblýnt á það að tala meira en það að vinna í bókum og má segja að þetta uppbrot hafi hreinlega verið meget sjovt. Kristín hefur gengið til baka um enga málfræði og hefur henni verið smellt grimmt inn. Undirbúningurinn árshátíðarinnar lendir að stórum hluta á strákum og stúlkum tíunda bekkjar þar sem þeir nemendur eru fjölhæfir og eru meðal annars hljóð, ljósa, tækni og myndatökumenn auk þess sem þar er hinn mikilfenglegi kynnir nemendaformaðurinn Sigrún Birna. Að öðru leiti hefur vikan gengið sinn vana gang að því undan skildu að þetta er fyrsta vikan sem er með styttri mánudaga og föstudaga, auk þess sem íþróttum hefur verið skipt út fyrir sund. Takk fyrir mig J

 

Ómar Högni Guðmarsson

css.php