Fréttir

10. bekkur (29. okt- 2.nóv.)

Vikan 29. september – 2. nóvember

Þessi vika er búin að vera aðeins styttri heldur en hefðbundnar vikur þar sem að á miðvikudaginn var skólinn bara fram að hádegi, ekki mikil gleði meðal nemenda vegna þess að þá voru ekki valgreinar. Við vorum búin að undirbúa okkur fyrir íþróttahátíðina og svo leið á fimmtudaginn þar sem það var foreldradagur og allir heima að hafa það kósý og bíða eftir íþróttahátíðinni en svo barst tilkynning um að íþróttahátíðinni yrði frestað vegna stormviðvörunar.

Í íslensku höfum við verið að vinna í málfræði og gengur það misvel en okkur öllum finnst ekki leiðinlegt í Gísla sögu Súrssonar þar sem að flestir eru að vinna að einhverju skemmtilegu.

Í stærðfræðinni vorum við að læra reglu Pýþagórusar, ferningstölur og ferningsrætur.

Í náttúrufræði erum við að vinna í verkefni um sjálfsmynd og hvernig hún hefur áhrif á mann.

Í ensku erum við að læra í Spotlight og læra fyrir próf sem var í dag (föstudag).

Í dönsku höfum við verið vinna í bókum og sýna athyglisverð verkefni um danska háskóla.

Í íþróttum höfum við verið að undibúa okkur fyrir íþróttahátíð og sama í íþróttavali og hefur okkur ekki fundist það leiðinlegt.

Í þjóðfélagsfræði/samfélagsfræði höfum við verið að lesa um fólksfjölgun og hver ástæða þess er.

En núna er lífsleikni tími hjá okkur og við ætlum að lesa, spjall eða spila saman.

Pistlahöfundar: Sigþór Helgason og Egill Þór Hannesson.

css.php