Fréttir

Vikupistill 10. bekkur vikan 27. – 31. janúar

Mánudagurinn byrjaði sterkt með afmælismati mánaðarins sem má þakka janúarbörnum fyrir, dagurinn leið svo sinn vana gang með fjöri og gleði í hjarta. Eftir því sem á vikuna leið byggðist upp  spenna fyrir hina fyrirhuguðu leikhúsferð sem við fórum í  fimmtudaginn 30. janúar, í þeirri ferð fórum við á  skauta í skautahöllinni, borðuðum pizzu í veitingarhúsinu Hróa hetti og svo endað kvöldið í Þjóðleikhúsinu í frábærri útgáfu á Englum alheimsins. Eftir þessa sýningu var svo farið í notalegan göngutúr um mið bæinn. Vorum við svo kominn heim um tólf leitið. Föstudagurinn hefur liðið sinn vanagang, þar sem nokkrir mættu ekki vegna smá hósta, eftir göngutúrinn. Frábær vika sem nú er kvödd með gleði.

 

IMG_1029

css.php