Fréttir

Vikupistill 5.-7. bekkjar vikuna 13.-18. október

Vikan 14- 18 okt

Á mánudaginn var berglind ekki af því að hún datt og meiddi sig svo að sjöundi bekkur var að lesa í sjötíu mínútur og fóru svo út í 10 mínútur. Það var bókalausvika í dönsku hjá sjöunda bekk.

Á þriðjudaginn fórum við í enskupróf með Thelmu kennara við smíðuðum í smíði og saumuðum og prjónuðum í handavinnu. Fimmti og sjötti bekkur fóru í fatasund

Á miðvikudaginn vorum við með Kristínu í tónmennt og sungum úr okkur hljóðin.

Á fimmtudaginn var síðasti tíminn í sundi. Sjöundi bekkur horfði á stuttmynd sem heitir Vikaren í dönsku hún er um afleysingakennara sem kemur en er í raun geimvera og frá plánetunni sem hún er frá minnka konurnar karlana og éta þá.

Á föstudaginn sjötti bekkur fór í stærfræðipróf. Í náttúrufræði gerðum við tilraun þannig að maður átti að búa til litla regnboga úr fjórum litum og þannig var vikan okkar.

Allir í okkar stofu voru í góðu skapi þessa vikuna.

Dagný, Kristinn og Brynjar

css.php