Fréttir

6. og 7. bekkur (22.-26. okt)

Mánudagur

Í náttúrufræði vorum við að gera tilraun og við blönduðum saman matarlit og vatni og settum í frysti.

Fyrsti dagur í dansi,  lærðum nýja dansa og dönsuðum.

Jónína og Rakel komu í heimsókn.

Þriðjudagur

Kláruðum tilraun og þá settum við frosna matarlitinn í vatn og blandaðist en samt skildist það frá öðru.

Í ensku erum við að læra sagnir og  við vorum að æfa fyrir sagnapróf.

Í matinn var gúllassúpa og í samfélagsfræði vorum við að fræðast um norðurlöndin.

Miðvikudagur

Í tónmennt vorum við að æfa okkur í því að syngja lög eftir íslenska trúbadora fyrir tónleikana 15.nóvember.

Svo fórum við í ensku sagnarpróf og við fórum í dans og dönsuðum og dönsuðum.

Í náttúrufræði héldum við áfram í Auðvitað 3 og fórum  svo yfir á bls. 33.

Í stærfræði héldum við áfram í áætlun og í myndmennt vorum við að gera verkefni um Jónas Hallgrímsson.

Fimmtudagur

Í stærfræði kom Atli í heimsókn en hann er lögreglumaðu og hefur unnið við það í 32 ár og við spurðum mikið. Í heimilisfræði gerðum við pylsuspjót með ostakartöflum

Föstudagur

Í fyrstu tímunum vorum við með danssýningu og gekk hún mjög vel

Í dönsku var bókalaus vika og fórum við í leiki.

Í samfélagsfræði voru við að lesa um norðurlöndin og héldum bekkjarfund.

 

 

Kveðja : Dagný Rós og Eygló Kristín

css.php