Vikan 29.okt-2.nóv
Við fórum í stærðfræði próf á mánudaginn og við vorum að æfa frjálsíþróttir í íþróttatímanum.
Á þriðjudeginum var Guðni svo yndislegur eða hitt þó heldur og lét okkur fara í próf í íslensku og við byrjuðum að gera ritgerð í ensku hjá Rögnu.
Á miðvikudaginn lét Ragna okkur fara í sagna próf í ensku og var miðvikudagurinn stuttur því við vorum bara fram að hádegi.
Á fimmtudeginum var frí í skólanum vegna foreldraviðtala.
Á föstudaginn í fyrsta tíma kusum við eina mynd fyrir daginn og Home Alone 1 vann en við höfðum unnið vel í bókunum og verið dugleg í dansinum og unnið okkur inn fyrir mynd. Við horfðum á hana með smá smá gotteríi og allir fóru mjög ánægðir heim eftir þennan dag.
Kveðja pistlahöfundar: Jóhanna og Telma 6.-7. Bekk