Fréttir

Vikupistill 2.-6. september, 8. og 9 bekkir 2013

Mánudagur:  Við skrifuðum minningar úr lífi okkar og byrjuðum alltaf á „Ég man…“.   Þegar við vorum búin að því fórum við i hópa og sögðum frá minningum okkar þar.  Í ensku fórum við í próf strax fyrsta daginn, þá voru íþrottir hjá 8. bekk og 9. bekkingar fóru að vinna í skólablaðinu.   Loks tók við stærðfræði hjá Sigurjóni og við lærðum í áætlun. Svo var enska hjá 8. bekk og danska hjá  9. bekk.  Í náttúrufræði töluðum við um bókina sem við förum í í vikunni.  Síðan var danska hjá 7. og 8. bekk og íþróttir hjá  9. og 10. bekk.   8. bekkur endaði svo á íslenskutíma þar sem við byrjuðum á bókinni Gullbrá 1.

Þriðjudagur:   Í stærðfræði fórum við í áætlun og lærðum og lærðum.   Þá  var enska og fórum yfir prófið  sem við tókum í gær.  Í náttúrufræði gerðum við litla tilraun og vatnstilraun og skrifuðum útkomuna niður.  í samfélagsfræði horfðum við á myndband um Macchu Picchu sem er gömul borg Inca indíána í Perú.   Eftir það fóru allir i val.

Miðvikudagur:   7. og 8. bekkir fóru  í dönsku og 9. bekkur í íslensku þar sem þau unnu í bókina Gullvör ll.  Þá var íslenska hjá  8. og 9. bekk .  Við byrjuðum að lesa Laxdælu og unnum verkefni úr henni.  Kristín ræddi líka við okkur um Þórsmerkurferðina.  Eftir það fór 8. bekkur í tölvur og 9. bekkur í dönsku og eftir hádegismat lögðum við svo af stað í Þórsmörk .

Þórsmörk :  Þegar við komum í Þórsmörk fengum við að vera mjög frjáls.  Við fórum i fjallgöngur og fleira og var mjög gaman hjá okkur.  Við lögðum af stað heim kl. 15:00 á fimmtudeginum og vorum komin heim um kl. 17:00. Ferðin var mjög skemmtileg og fóru allir glaðir heim.

Föstudagur:   Við fórum í ensku og gert þar ritunarverkefni um dýr (animal).   Þá fórum við í tvo tima i stærðfræði.   Í samfélagsfræði  horfðum við  á  mynd um Brasiliu og Uros folk fra Perú sem býr á floteyjum á vatni sem heitir Titicaca.   Loks var íslenska og vid kláruðum áætlun og fórum svo í leiki síðasta timanum, lífsleikni/ ART.

css.php