Fréttir

8. og 9. bekkur (12.-16. nóv.)

Vikupistill 12.-16. nóv.

 

Á mánudaginn komu nemendur þreyttir í skólann enda helgin nýbúin. Dagurinn byrjaði á íslensku hjá báðum bekkjum. Í tímanum undirbjuggum við okkur fyrir próf þar sem við vorum búin með söguna um hann Hrafnkel. Síðan fór 8. bekkur í íþróttir þar sem var spilaður fótbolti og 9. bekkur fór í dönsku og lærði í bókum. Svo fórum við í náttúrufræði og lásum í bók og unnum verkefni. Stærðfræðin kom á eftir náttúrufræðinni og unnu allir nemendur eins mikið og þeir gátu. Í ensku vann annar bekkurinn samkvæmt áætlun í bókinni á meðan hinn bekkurinn fór í tölvur og æfði sig í málfræði og ritun. Svo kom annar íslenskutími og við héldum áfram að undirbúa okkur fyrir próf. Síðan fór 9. bekkur í íþróttir með 10. bekk á meðan 8. bekkur var í dönsku og vann samkvæmt áætlun.

Á þriðjudaginn byrjuðum við á því að taka í próf í Hrafnkelssögu í stærðfræðitímanum. Samfélagsfræðitímanum og íslenskutímanum var víxlað út af prófinu. Í enskutímanum kom hún Ragnheiður Hallgrímsdóttir frá flugbjörgunarsveitinni á hellu og kynnti fyrir okkur svokallaða unglingadeild þar sem okkur var boðið að koma og taka þátt í starfi björgunarsveitarinnar og kynnast störfun, tækjum og búnaði. Í samfélagsfræði kynnti 9. bekkur verkefni á meðan 8. bekkur kláraði verkefni um kosningabaráttuna í Bandaríkjunum. Svo fóru nemendur í valtíma. Um kvöldið var haldinn fundur fyrir foreldra og nemendur um nýju aðalnámskrá grunnskólanna og var m.a. fjallað um breytt skilyrði varðandi félagslíf nemenda o.fl.

Á miðvikudaginn byrjuðum við í náttúrufræði og kláruðum að lesa bókina og fengum að vinna verkefni 3 og 4. Svo fór 9. bekkur í dönsku og 8. bekkur í íslensku og unnu báðir bekkir samkvæmt áætlum. Síðan var stærðfræði og loks enska og fóru báðir tímarnir í stærðfræði. Þá tóku valfögin við. Í tónlistarvali var generalprufa. Og um kvöldið var diskótek og mættu um 20 nemendur á það.

 

Á fimmtudaginn byrjaði 8. bekkur í tveimur íþróttatímum og á meðan var 9. bekkur í dönsku og vann síðan í skólablaði ársins. Í þriðja, fjórða og fimmta tíma horfðum við á myndina Hrafninn flýgur. Í myndinni eru vísanir í Hrafnkelssögu og tókum við vel eftir því enda nýbúin að lesa söguna. Við fórum í íslensku í stærðfræðitímanum. Stefán rifjaði upp nokkur undirstöðuatriði í bragfræði og ræddi m.a. um stuðla og höfuðstafi. Í seinustu tveimur tímunum fór 9. bekkur í íþróttir og 8. bekkur í dönsku.

 

Í fyrsta tíma á föstudaginn var haldið áfram með bragfræðina – stuðla, höfuðstaf, bragliði, rím o.fl. – og sýndi Stefán okkur nokkur rétt ort ljóð. Svo fór 9. bekkur í dönsku og 8. bekkur í stærðfræði og var unnið samkvæmt áætlun í þessum tímum. Næst fórum við í ensku og unnum í bókunum og svo í íslensku. Í tilefni af degi íslenskrar tungu las Stefán fyrir okkur ljóðið Ferðalok eftir Jónas Hallgrímsson og spilaði svo lag sem Atli Heimir Sveinsson samdi við ljóðið. Lagið var gott og ljóðið vel ort. Í náttúrufræði kláruðum við bókina og fórum svo út að gera nokkrar tilraunir þar sem við notuðum blakbolta, handbolta, tvær kast-kúlur (2,5 og 5 kg) og tening. Í dönskutímanum hélt Björg áfram að sýna okkur mynd frá föstudeginum áður. Myndin er um strák og stelpu og samband þeirra – hvort þeim tekst að halda lífi í því. Að síðustu fórum við í lífsleikni þar sem Stefán hélt yfir okkur ræðu um skemmtileg viðfangsefni og síðustu tíu mínúturnar fengum við að fara út í snjóinn….

 

Pistlahöfundar þessa viku voru

Annika og Elvar :)

 

css.php