Fréttir

8. og 9. bekkur (29. okt.- 2. nóv.)

Vikupistill 29. okt. til 2. nóv.

Þessi vika var stutt en góð. Það var æft fyrir íþróttahátíð sem var svo aflýst vegna þess að það var komið svo vont veður undir Eyjafjöllunum.

Á þriðjudeginum voru krakkar teknir úr valfögunum sínum til að æfa fyrir íþróttahátíðina en það var tilgangslaust.

Á miðvikudeginum vorum við svo send heim eftir hádegið og misstum af öllum valfögunum þann daginn. :(

Fimmtudagur var foreldradagur og 9. bekkur sá um að baka kökur og selja.

Það var stórt próf hjá 8. bekk í íslensku og fór mest öll vikan í undirbúning fyrir það og 9. bekkur reyndi að halda áætlun.

Í dönsku kynnti 9. bekkur háskóla sem nemendur höfðu fundið á netinu en 8. bekkur vann í vinnubókum því eins og kom fram í síðasta pistli eru bekkirnir ekki saman í dönsku.

Í náttúrufræði tókum við próf og gerðum „díl“ við Guðna kennara um að ef meðaleinkunnin yrði lægri en 7,5 þyrftum við að skrifa ritgerð. Þannig fór að við töpuðum því að meðaleinkunnin var 5,8.

Stærðfræðin var erfið eins og alltaf.

9. bekkur tók próf í ensku og 8. bekkur tók lokapróf úr Gullvöru I – í íslensku.

Í samfélagsfræði hélt 9. bekkur áfram með kynningarnar sínar og 8. bekku tók próf úr bókinni Evrópa.

Valfögin voru skemmtileg eins og vanalega en við misstum af helmingnum af miðvikudeginum þegar flest valfögin eru út af kennaraþingi á Selfossi.

Í íþróttum var æft fyrir íþróttahátíð sem var frestað og það var enginn skóli á fimmtudeginum.

Á föstudeginum fóru 3 tímar í að horfa á myndina Billy Elliot sem er hluti af námsefni 8. bekkjar í ensku. Myndin fjallar um strák sem leiddist að æfa box en fékk áhuga á ballett – drauma hans, vonbrigði og sigra. Myndin var bæði skemmtileg og vel gerð.

Ákveðið hefur verið að íþróttahátíðin verði haldin miðvikudaginn 7. nóvember.

Pistlahöfundar þessa viku voru

Sigrún Birna og Vilborg

css.php