Fréttir

10. bekkur (22.-26. okt.)

Vikupistill vikuna 22.-26. október

Dansvika!

  • Það sem var skemmtilegast við þessa viku var auðvitað dansinn. Við erum búin að dansa heilan helling og alls konar dansa. Auði finnst við alltaf jafn flott og býður okkur alltaf að koma í dansskólann hennar í Reykjavík J
  • Í íslensku vorum við að vinna að skemmtilegu verkefni, við fundum okkur íslensk dægurlög á netinu, spiluðum þau og sungum með og svo stúderuðum við textana. Síðan kom 1. og 2. bekkur í heimsókn og hjálpaði okkur að finna rím, stuðla, höfuðstafi og endurtekningar.
  • Í Gísla sögu Súrssonar erum við að teikna aðalhetjurnar á maskínupappír og ætlum svo að hengja þær upp á vegg.
  • Í Náttúrufræði lærðum við um Sjálfsmyndina og muninn á góðri og vondri sjálfsmynd. Við lærðum líka um Samskiptin og það hvað fjölmiðlar geta verið blekkjandi.
  • Svo erum við líka að undirbúa okkur fyrir próf í ensku sem verður á mánudaginn úr 2. kafla, og eins í stærðfræði, en það verður próf á miðvikudaginn í næstu viku úr 2. kafla.
  • Í dönsku var svo bókalaus vika. Þá opnum við ekki námsbækurnar okkar alla vikuna heldur förum í ýmsa samskiptaleiki á dönsku.
  • Í Þjóðfélagsfræði lærðum við um samfélagið og hvaða áhrif það hefur á okkur sem persónur. Við kíktum á hlutverk kynjanna og staðalmyndir, það opnaði áhugaverðar og skemmtilegar samræður.
  • Í Íþrótta- og útivistarvali fórum við í fjarsjóðsleit. Þá var hópnum skipt í tvo hópa, fyrri hópurinn fór og faldi fjárskjóðinn í nágrenni Laugalands og punktaði leiðina inn á GPS. Seinni hópurinn fór síðan að leita, við þurftum að hoppa yfir girðingar, skurði og læki. Klifra upp á hól og aftur niður. Við vorum komin langleiðina út að Marteinstungu en snerum þá við og fundum fjársjóðinn í skurði hjá Hitaveituhúsinu! Aron tók það að sér að stökkva niður í skurðinn og opnaði fjársjóðinn. Sem var Lakkrís Tópas!! Hann opnaði dolluna og fékk sér, síðan ætlaði hann að klifra upp úr skurðinum en datt og missti þar með allt Tópasið… frekar svekkjandi.
  • Í Tónlistarvali erum við að vinna að tveimur verkefnum. Við erum öll að undirbúa okkur fyrir forkeppni fyrir Söngvara- og Ræðukeppnina sem verður haldin í janúar/febrúar. En stærsta verkefnið okkar er að æfa íslensk trúbadora/söngvaskálda lög. En allir nemendur Eyrúnar hér í Laugalandsskóla ætla að halda tónleika 15.nóvember í tilefni að Degi íslenskrar tungu, 16.nóvember.
  • Í Leiklist erum við svo að setja saman handrit fyrir Litlu-jólin. Við lofum góðu og skemmtilegu leikriti.

 

Pistlahöfundar: Anna Guðrún, Tyrfingsstöðum og Margrét Rún, Hjallanesi 1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

css.php