Fréttir

8. og 9. bekkur (22.-26. okt.)

Vikupistill 22.-26. okt.

Allir komu í skólann á mánudaginn rosaþreyttir eins og alltaf og ekkert sérlega ánægðir með að helgin væri búin. En svo breyttist það til hins betra því að dansvikan var framundan.

Stefán umsjónakennarinn okkar sagði okkur frá því að nýja heimasíða skólans yrði tilbúin fljótlega og að það hefði verið ákveðið að allir bekkir frá og með 6. bekk skrifuðu pistil um það helsta sem gerst hefði í vikunni sem birtur yrði á heimasíðunni. Þar sem 8. og 9. bekkur eru að mestu leyti í samkennslu var ákveðið að bekkirnir sæju um þetta í sameiningu. Til að byrja með hjálpast einn úr 8. bekk og einn úr 9. bekk að við að skrifa vikupistilinn.

Margir höfðu hlakkað til dansvikunnar því að það er svo gott að breyta aðeins til og brjóta upp vikuna og fara í dans.

Margir voru ánægðir með vikuna og þar á meðal kennarinn Auður Haraldsóttir og svo auðvitað nemendurnir.

Auður setti myndir og myndbönd af nemendum að dansa inn á fésbókarsíðuna sína þar sem hún heitir Heidi Haralds. Og maðurinn hennar hann Atli lögreglumaður kom í heimsókn og spjallaði við alla eldri bekkina. Hann kemur árlega með Auði meðan dansvikan stendur yfir og segir frá starfi sínu og hlutverki lögreglunnar.

Í íslensku erum við búin að lesa Hrafnkelssögu Freysgoða og höfum unnið verkefni tengd því.

Í ensku unnum við í Spotlight 1 og 2 samkvæmt áætlun og 9. bekkur undirbjó sig fyrir próf.

Í samfélagsfræði flutti 9. bekkur kynningar sínar úr bókinni Heimshorna á milli – Þróunarlönd. 8. bekkur undrbjó sig fyrir próf úr bókinni Evrópa.

Í stærðfræði rembumst við öll við að halda áætlun sem er hægara sagt en gert.

Við misstum af mörgun tímum í þessari viku en flestir voru þeir náttúrurfræði. Samt er próf á mánudaginn úr 2. kafla í bókinni Kraftur og Hreyfing.

Vegna dansins ákvað Björg dönskukennari að hafa bókalausa viku og vorum við þá í dönskum leikjum til að efla talandann en 8. og 9. bekkur eru ekki saman í dönsku.

Í hverri viku fáum við 6 tíma í valfögum og er hver og einn í mismunandi vali.

Þessa viku var handbolta- og fótboltavika en bekkirnir eru ekki saman í íþróttum.

Í vikunni var ákveðið hverjir keppa fyrir hönd Laugalandsskóla á sameiginlegu íþróttahátíðinni fyrir 8.-10. bekk og í hvaða greinum – sem eru handbolti, fótbolti, boðhlaup og ný keppnisgrein þar sem 5 fulltrúar nemendaráðs hvers skóla keppa sín á milli í leik sem er kallaður spilaleikurinn.

Hátíðin verður á fimmtudaginn í næstu viku þann 1. nóvember.

Nú er vikan bráðum á enda og helgin að koma en þá gerum við allskonar mismunandi hluti hvert og eitt.

 

Pistlahöfundar þessa viku voru

Viðja og Margrét Heiða :)

 

css.php