Fréttir

Vinningshafi í Eldvarnargetraun LSS

Skömmu fyrir jól fékk 3. bekkur heimsókn frá Guðna Kristinssyni sem kom á vegum Slökkviliðsins. Nemendur fengu fræðslu um eldvarnir og rétt viðbrögð við eldsvoða. Þeir fengu einnig upplýsingabækling LSS með getraun á sem að þau fylltu svo út hver fyrir sig með aðstoð umsjónakennara.

Í febrúar var dregið úr öllum réttum svörum sem bárust frá öllum 3. bekkingum af landinu. Einn nemandi í Laugalandsskóla var á meðal þeirra heppnu sem fékk vinning í ár en það var Sigurður Matthías Sigurðsson sem hér er ásamt Guðna að taka á móti verðlaununum.

css.php