Fréttir

Vísnakeppni grunnskólanna – Vísubotn 2015

Í haust tóku nemendur 3. og 4. bekkjar þátt í vísnasamkeppni grunnskólanna sem Námsgagnastofnun stendur fyrir ár hvert. Á dögunum voru úrslitin kynnt en veitt voru verðlaun fyrir besta botninn, á yngsta, mið- og elsta stigi. Í ár var það nemandi okkar Sunna Hlín Borgþórsdóttir í 4. bekk sem varð hlutskörpust á yngsta stigi. Við óskum henni innilega til hamingju með verðlaunin.

Hér fyrir neðan er mynd af Sunnu Hlín með viðurkenningarskjal og bók eftir Guðrúnu Helgadóttur sem hún hlaut í verðlaun. Þar undir er vísan sjálf og er vísubotn hennar feitletraður, fyrripartinn gerði Helgi Zimsen fyrir Námsgagnastofnun.

Sunna Hlin_72pt (002)

 

 

 

 

 

 

 

 

Þegar frostið fer á stjá
fyllist allt af klaka.
Stundum verða börnin blá,
brosa þó og kvaka.

css.php