Vordagur var í skólanum föstudaginn 27. maí sl. hjá 4.-9. bekk. Farið var í stöðvavinnu þar sem leystar voru margar skemmtilegar þrautir. Mánudaginn 30. maí var síðan umhverfisdagur þar sem nemendur í 5.-10. bekk hjálpuðust að við að snyrta umhverfi skólans eftir veturinn. Nemendur unnu vel saman og höfðu gagn og gaman af eins og sjá má á þeim myndum sem teknar voru. Sjá myndir á eftirfarandi vefslóð: https://www.laugalandsskoli.is/myndir/vor-og-umhverfisdagar-2016/
.