Dagana 28. og 29. maí voru vor- og umhverfisdagur í skólanum. Gott veður var báða dagana og því mikið verið úti.
Á vordegi fóru yngri börnin í gönguferð og leiki en þau eldri í stöðvavinnu. Á umhverfisdegi hjálpuðu síðan nemendur í 5.-10. bekk við að taka til og þrífa skólann og umhverfi hans eftir veturinn. Í lok dagsins vor grillaðar pylsur sem allir gæddu sér á með góðri lyst úti í sólinni. Gekk þetta allt saman ljómandi vel og fóru allir glaðir út í sumarið eftir gott skólaár.
Fleiri myndir má sjá undir „myndaalbúm“ hér til hægri.