Fréttir

Vordagur

Miðvikudaginn 21. maí verður vori fagnað í skólanum. Þá spreyta nemendur í 4. – 9. bekk sig á skemmtilegum stöðvum sem settar eru upp bæði inni í skólanum og úti. Þar má nefna borðtennis, skák, kubb, fótbolta og ratleik.

Nemendur í 1.- 3. bekk eiga skemmtilegan dag með umsjónarkennara sínum. Skólabílarnir aka svo heim kl.14:20.

Ef af verkfalli kennara verður þá fellur skólahald niður þennan dag.

 

css.php