Í dag, þriðjudaginn 29. maí er vordagur hjá 5.-10. bekk í Laugalandsskóla. Þá fara krakkarnir á fimm mismunandi stöðvar sem að þessu sinni eru: Ratleikur, grilla snúbrauð, leikir á fótboltavelli, kubbur, spil og tafl.
Við erum ótrúlega heppin með veður og njóta þess allir að fá að vera sem mest úti í sól og sumri.