Fréttir

 Vorferð nemenda í 1.-3. bekk

Umhverfisdagur 028

Föstudaginn 27. maí sl. fóru nemendur í 1.-3. bekk í vorferð.  Haldið var austur á Hvolsvöll þar sem Sögusetrið var skoðað.  Sigurður Hróarsson tók á móti hópnum og leiddi hann um safnið.  Krakkarnir sýndu Brennu-Njáls sögu mikinn áhuga og spurðu margra spurninga.  Eftir þessa skemmtilegu heimsókn var haldið austur í Fljótshlíð og farið í Þorsteinslund.  Styttan af Þorsteini Erlingssyni var skoðuð og gengið upp að fossi sem þar er.   Ferðin heppnaðist í alla staði mjög vel og komu allir sáttir og sælir heim.

Skemmtilegur endir á góðu skólaári.

Fleiri myndir má sjá á eftirfarandi vefslóð:  https://www.laugalandsskoli.is/myndir/vorferdalag-1-3-bekkur/

css.php