Fréttir

Leikhúsferð 1. – 5. bekkjar

Til foreldra og forráðamanna barna í 1. – 5. bekk.

Nú er komið að hinni árlegu leikhúsferð 1.- 5. bekkjar Laugalandsskóla.

Farið verður á sýninguna Mary Poppins í leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar sem sýnd er í Borgarleikhúsinu, þriðjudaginn 26. mars kl. 19:00 – 21:00.

Mary Poppins er einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma. Í leikritinu fylgjast áhorfendur með Mary Poppins lífga upp á heimilislífið í Kirsutrjárunni, breyta grárri Lundúnaborg í litríkt ævintýri þar sem sótarar dansa upp um veggi og loft. Tónlistina þekkja allir og hún birtist hér í nýjum heillandi útsetningum. Dansatriðin í Mary Poppins eru stórglæsileg enda gengur Íslenski dansflokkurinn til liðs við listamenn Borg­ar­leikhússins í þessari stórsýningu.

Miðaverð er kr. 4.450.-

Lagt verður af stað kl. 17.00 frá Laugalandi og komið aftur um kl. 23:00.

 

Hver nemandi getur tekið með sér einn aðstandanda. Æskilegt er að nemendur í 1. og 2. bekk hafi fullorðinn einstakling með sér, þar sem um kvöldsýningu er að ræða.

Hafa skal samband við Huldu sími 846-7199 eða Rögnu 690-7305 ef um forföll er að ræða.

css.php