Fréttir

Listahátíð í Laugalandsskóla

Þriðjudaginn 30. janúar var sameiginleg Listahátíð unglingastigs Helluskóla, Hvolsskóla og Laugalandsskóla haldin á Laugalandi. Nemendur höfðu valið sér tvær stöðvar fyrirfram, en margt spennandi var í boði, svo sem snyrtifræði, spilavist, spuni, vatnslitun, tónlist og bókamerkisföndur. Í lok hátíðarinnar var öllum boðið upp á kaffi í matsal skólans þar sem hver skóli kom fram með sitt skemmtiatriði. Hátíðin þótti hafa tekist með eindæmum vel og fóru allir glaðir heim.

Skemmtiatriði frá Hvolsvelli (800x600)    Skemmtiatriði frá Hellu (800x600)

Spilaverðlaun 2 (800x600)    Brynjar við píanó (2) (600x800)

css.php